Spila
Stoppa

Skelfir - Vefútgáfa

Skelfir gerir þér kleift að fylgjast með jarðhræringum á Íslandi undanfarna viku. Hægt er að skoða jarðskjálftasöguna bæði í lista með ítarupplýsingum og myndrænt á korti. Síðan uppfærir sjálfa sig á mínútu fresti og bætir við skjálftum ef einhverjir hafa orðið og teiknar á kortið. Því þarf ekki að endurhlaða síðuna handvirkt heldur er nóg að hafa hana bara opna og fylgjast með.

Á kortinu sjást rauðir deplar og táknar hver og einn þeirra einn skjálfta. Rauðu hringirnir eru mismunandi stórir og stækka þeir eftir því sem skjálftinn er stærri. Til að fá nánari upplýsingar um skjálfta getur þú smellt á hringinn á kortinu sem táknar skjálftann.

Þessi vefsíða er vefútgáfa af smáforritinu "Skelfir" fyrir Android snjallsíma sem fáanlegt er á Android markaðinum endurgjaldslaust. Skoða má forritið nánar með því að smella hér.

Skelfir er búinn til af Reon Tech ehf..


Endilega lítið einnig við á heimasíðunni okkar, www.reontech.com.

Öll gögn eru birt með góðfúslegu leyfi veðurstofu íslands, www.vedur.is.

Allar ábendingar eða tillögur sendist á skelfir@reontech.com

Raða eftir:
Dagsetningu
Stærð
Fjöldi:
x
Núllstilla